fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Myndband af Guardiola vekur athygli – Greip um slátrið á sér í miðjum leik þegar þetta gerðist

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola greip um sitt allra heilagasta þegar Erling Haaland tryggði liðinu sigur á Tottenham í gær. Hann gat varla horft á vítaspyrnuna en æstist við að heyra boltann syngja í netinu.

City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í gær.

Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.

Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.

Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.

Tottenham fékk sín færi í leiknum en bæði Ederson og Steffan Ortega vörðu vel en markvörðurinn fór meiddur af velli í síðari hálfleik og Ortega steig inn.

City er með 88 stig en Arsenal tveimur stigum minna fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag.

City fær West Ham í heimsókn á Ethiad völlinn á meðan Arsenal tekur á móti Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Riftir eftir erfiða mánuði

Riftir eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag aftur til Hollands

Ten Hag aftur til Hollands
433Sport
Í gær

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Í gær

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa