fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Norskum almenningi brugðið yfir fréttum af Óskari – „Hvað í fjandanum?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 09:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmönnum norska knattspyrnuliðsins Haugesund virðist almennt nokkuð brugðið yfir tíðindum af því að Óskar Hrafn Þorvaldsson hafi sagt starfi sínu lausu í gær.

Óskar samdi við félagið í október í fyrra en þar áður hafði náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik og meðal annars komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Aðeins sex umferðir eru búnar af norsku úrvalsdeildinni og hefur gengi Haugesund verið upp og niður. Liðið er með sex stig eftir tvo sigurleiki og fjóra tapleiki.

Meira
Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Stuðningsmenn Haugesund og norskt knattspyrnuáhugafólk hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum frá því tíðindin bárust í morgun.

„Þetta er bara sorglegt, fyrir félagið og Haugesund,“ skrifaði einn netverji.

„Þetta er sorglegt og ég sá þetta ekki fyrir. Hélt hann yrði hér lengi,“ skrifaði annar.

Einn tók dýpra í árinni. „Hvað í fjandanum? Er þetta því illa er staðið að hlutunum þarna eða er önnur ástæða.“

Fólk veltir fyrir sér ástæðum þess að Óskar ákveði að yfirgefa félagið nú:

„Það hlýtur að vera eitthvað meira á bak við þetta en slæm úrslit.“

„Fáum við ekkert að vita um ástæðuna?“

Einn telur að Óskar hafi ekki haft leikmenn í leikkerfið sem hann vill spila.

„Synd, en að spila með kerfi sem þú hefur ekki leikmenn í gengur ekki til lengdar. Stjórnin þarf líka að sýna ábyrgð með því að kaupa inn rétta leikmenn.“

Óljóst er hvað Óskar Hrafn tekur sér næst fyrir hendur og hvort íslensk félög beri jafnvel víurnar í hann ef það fer að halla undan fæti hjá þjálfurum hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi