fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
433Sport

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að Erik ten Hag verði látinn fjúka frá Manchester United í sumar. Breska götublaðið The Sun heldur þessu fram.

Samkvæmt miðlinum var síðasti naglinn rekinn í kistu Ten Hag um helgina þegar liðið marði B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins. Vítaspyrnukeppni þurfti til þó United hafi komist 3-0 yfir í leiknum. Þá var liðið stálheppið þegar mark Coventry í uppbótartíma framlengingar var dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu.

Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafi í United og sá sem nú sér um knattspyrnuhlið félagsins, var í stúkuni á leiknum og einnig Avram og Joel Glazer, sem lengi hafa átt félagið. Horfðu þeir upp á pirraða stuðningsmenn United fylgjast með sínum mönnum en The Sun segir skoðun þeirra á Ten Hag hafa áhrif á framtíð hans.

United datt úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót og er nánast öruggt að liðið endar ekki í Meistaradeildarsæti í vor. Hætta er á því að liðið hafni í áttunda sæti, sem yrði versti árangur United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið getur bjargað andlitinu að einhverju leyti í úrslitaleik bikarsins gegn ógnarsterku liði Manchester City. Samkvæmt þessum fréttum breytir sá leikur þó engu um framtíð Ten Hag sem er á útleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breyting á leikjum vegna veðurs

Breyting á leikjum vegna veðurs
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir skilaboð frá stórstjörnu – Bauð henni ráð til að grennast og ætlaði svo að sofa hjá henni

Birtir skilaboð frá stórstjörnu – Bauð henni ráð til að grennast og ætlaði svo að sofa hjá henni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu spjöldin fjögur sem Paqueta er sakaður um að hafa viljað fá – Gæti fengið tíu ára bann

Sjáðu spjöldin fjögur sem Paqueta er sakaður um að hafa viljað fá – Gæti fengið tíu ára bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Bayern undir stjórn Kompany litið út

Svona gæti byrjunarlið Bayern undir stjórn Kompany litið út
433Sport
Í gær

Sáttur við að vera þriðji markvörður og framlengir samning sinn á ný

Sáttur við að vera þriðji markvörður og framlengir samning sinn á ný