fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segir að konur eigi að samþykkja að haldið sé framhjá þeim – „Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið“

433
Mánudaginn 22. apríl 2024 13:30

Paola Saulino

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska fyrirsætan Paola Saulino telur að barnsmóðir knattspyrnumannsins Kyle Walker eigi að taka við honum aftur. Hún sparkaði kappanum snemma á þessu ári vegna framhjáhalds en Saulino er á því að eiginkonur knattspyrnumanna eigi að búast við slíku og geta fyrirgefið það.

Saulino hefur áður komið sér í fréttirnar fyrir að opinbera að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi haldið framhjá með sér. Telur hún að eiginkonur þeirra eigi að fyrirgefa slíkt.

Annie Kilner sparkaði Walker sem fyrr segir snemma á þessu ári þegar upp komst að hann ætti tvö börn með annarri konu. Á dögunum eignaðist hún svo fjórða barn þeirra Walker, sem á því nú alls sex börn. Er samband þeirra ágætt og setja þau börnin í forgang. Þau hafa þó ekki tekið saman á ný í bili að minnsta kosti.

„Að mínu mati á að fyrirgefa karlmönnum fyrir svona svik. Það er það sem mæður okkar og ömmur gerðu og hefur verið gert þar til í dag. Þetta særir en þú getur ekki fengið allt í lífinu,“ segir Saulino.

„95% eiginkvenna fótboltamanna samþykkja að þeir haldi framhjá því þær vita að fyrir utan að vera eiginkonur þeirra eru þær ekkert. Ég gæti þetta ekki en hver kona hefur sín markmið í lífinu. Mitt ráð til þessara kvenna er að samþykkja framhjáhald og standa á sama um það. Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið og eiga maka sem er á góðum launum og í forréttindastöðu.“

Walker og Kilner
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi