fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Segir frá því sem Gregg hefur rætt við leikmenn inni í klefa – „Það skiptir máli“

433
Laugardaginn 20. apríl 2024 12:30

Gregg Ryder. Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Axel gekk í raðir KR frá sænska B-deildarliðnu Örebro fyrir tímabil og er ansi sáttur í Vesturbænum.

„Það er skrýtið að vera kominn aftur heim í íslenskan fótbolta, en það er bara æðislegt,“ sagði Axel í þættinum.

„Ég er búinn að horfa á deildina undanfarin ár og sjá mikinn uppgang. Svo það var ekkert vanmat að koma hingað.“

Gregg Ryder tók við sem þjálfari KR fyrir tímabil og undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni.

„Ég er mjög hrifinn af hans störfum. Ég vissi ekki mikið um hann áður en hann fór í KR. En hann er bara geggjaður karakter.“

Gregg er búinn að gera vel í að virkja stuðningsmenn KR og fá þá á sitt band.

„Hann meinar þetta líka, hann er ekki bara að segja þetta. Hann er að ræða við okkur inni í klefa um að virkja þessa stuðningsmenn sem KR á. Það skiptir máli,“ sagði Axel.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
Hide picture