fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Ótrúlegar fréttir af stórstjörnunni: Sagður hafa mætt drukkinn í vinnuna margoft – Missti alla virðingu vina sinna

433
Sunnudaginn 14. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski miðillinn L’Equipe greinir frá hreint ótrúlegri frétt í dag af stórstjörnunni Neymar sem flestir kannast við.

Neymar hefur lengi verið einn þekktasti fótboltamaður heims en hann spilar í dag í Sádi Arabíu.

Meiðsli hafa sett strik í reikning Neymar þar í landi en hann var fyrir það hjá Paris Saint-Germain í sex ár.

L’Equipe er nokkuð virtur miðill í Frakklandi og hefur rætt við nokkra aðila sem bæði spiluðu og störfuðu fyrir PSG.

Samkvæmt heimildum blaðsins þá mætti Neymar drukkinn vinnuna í þónokkur skipti áður en hann fékk skipti til Sádi Arabíu á síðasta ári.

Neymar virðist hafa misst áhugann algjörlega í París en hann hefur áður verið ásakaður um að spila tölvuleiki fram á nótt og mætti ítrekað seint til æfinga.

Neymar ku hafa sýnt PSG litla sem enga virðingu undir lok ferilsins þar og miðað við þessar fregnir mætti hann drukkinn á æfingar félagsins mun oftar en einu sinni.

Þessi 32 ára gamli Brassi hefur lítið sem ekkert spilað eftir komu sína til Sádi Arabíu en hann sleit krossband í landsleik Brasilíu í október á síðasta ári.*

Einnig er tekið fram að Neymar hafi eignast marga vini á tíma sínum hjá PSG en missti fljótt virðingu flestra vegna hegðun sinnar og þar á meðal Kylian Mbappe sem er besti leikmaður liðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye