fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mikael fastur á þessu eftir að hafa setið yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég kalla þetta bara drasl sem er búið að bjóða okkur upp á“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 20:30

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA og sparkspekingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hafa verið algjör veisla hingað til og sparkspekingurinn Mikael Nikulásson segir þau til marks um það að fækka eigi liðum í keppninni.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég vildi bara fá þessa Ofurdeild á sínum tíma. Munurinn á þessum 8-liða úrslitum og öllu hinu, ég kalla þetta bara drasl sem er búið að bjóða okkur upp á. Þetta er ekki sama íþróttin,“ segir Mikael í Þungavigtinni.

Breyta á riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Lið spila við fleiri andstæðinga í riðlinum og ekki heima og að heiman. Mikael telur að þetta muni engu breyta.

„Þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem þetta gerist og ekki það síðasta. Það er verið að breyta fyrirkomulaginu en það er ekkert verið að fækka í riðlakeppninni. Það verða nákvæmlega sömu 16-liða og 8-liða úrslitin.

Ef þessi Meistaradeild á að verða vinsæl frá fyrsta degi á haustin þarf að fækka liðum,“ segir Mikael ómyrkur í máli.

Úrslit úr fyrri leikjum 8-liða úrslitanna
Real Madrid 3-3 Manchester City
Arsenal 2-2 Bayern Munchen
PSG 2-3 Barcelona
Atletico Madrid 2-1 Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“