fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Þess vegna muni Alonso velja Bayern fram yfir Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem stendur er líklegra að Xabi Alonso taki við Bayern Munchen en Liverpool. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

Alonso er að gera frábæra hluti sem stjóri Bayer Leverkusen og er tíu stigum á undan Bayern á toppi deildarinnar sem stendur.

Thomas Tuchel mun hætta sem stjóri Bayern eftir tímabilið og það sama má segja um Jurgen Klopp hjá Liverpool.

Talið er að annað þessara félaga muni landa Alonso en ef hann fer segir Plettenberg að líklegra sé að Bayern verði fyrir valinu. Ástæðan ku vera sú að Spánverjinn og hans teymi telji það ekki rétt skref að koma á eftir goðsögninni sem Klopp er og hans árangri hjá Liverpool.

Bayern er hóflega bjartsýnt á að það muni landa Alonso en það mun kosta á bilinu 13-21 milljón evra að fá hann frá Leverkusen.

Alonso lék fyrir bæði Bayern og Liverpool á leikmannaferlinum við góðan orðstýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands