fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

KSÍ og ÍTF senda frá sér yfirlýsingu – „Með virku og opnu samtali og samstarfi næst mestur árangur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskur Toppfótbolti sendu rétt í þessu frá sér viljayfirlýsingu sem á að marka nýtt upphaf að auknu og bættu samstarfi aðilanna.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar umræðu um samstarfið á milli KSÍ og ÍTF og að það hafi ekki gengið sem skildi undanfarin misseri.

Þorvaldur Örlygsson var fyrir rúmri viku kosinn nýr formaður KSÍ og viljayfirlýsingin umrædda því eitt af hans fyrstu verkum í starfi.

Viljayfirlýsing KSÍ og ÍTF
Í kjölfar nýafstaðins ársþings KSÍ og þeirrar umræðu sem uppi hefur verið varðandi samskipti KSÍ og ÍTF lýsa stjórnir beggja samtaka yfir vilja til aukins samstarfs knattspyrnunni á Íslandi til heilla. ÍTF eru samtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Öll félög innan ÍTF eru aðildarfélög KSÍ.

Af beggja hálfu er vilji til þess að leggja sérstaka áherslu á samstarf um móta- og dómaramál, markaðs- og kynningarmál, fræðslumál, og þróun ungra leikmanna. Með virku og opnu samtali og samstarfi næst mestur árangur.

Með viljayfirlýsingu þessari er markað nýtt upphaf að auknu og bættu samstarfi ÍTF og KSÍ sem báðir aðilar leggja áherslu á til lengri tíma og er í samræmi við stefnumótun beggja aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Í gær

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Í gær

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann