fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Rooney um mörkin stórkostlegu: ,,Hann skoraði betra mark en ég“

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. mars 2024 19:00

Kai Rooney heldur á fánanum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney skoraði stórbrotið mark fyrir Manchester United árið 2011 er liðið mætti grönnum sínum í Manchester City.

Rooney skoraði með frábærri klippu innan teigs og er mark hans talið eitt það besta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Annar leikmaður United, Alejandro Garnacho, skoraði svipað mark í vetur er United vann 3-0 sigur á Everton í desember.

Rooney viðurkennir að mark Garnacho hafi verið betra en að hann sjálfur hafi skorað í stærri og mikilvægari viðureign.

,,Ég hef alltaf sagt það, það er erfiðara að skora með sköflungnum!“ sagði Rooney hlæjandi.

,,Ég veit ekki hvort þetta hitti ristina eða sköflunginn í mínu tilfelli en Garnacho skoraði betra mark. Ég gerði það hins vegar gegn Manchester City og það var betri leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi