fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Guðjón mætti með áfengismæli á svæðið – Svona lýsa Bretarnir þessum stórkostlega karakter

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 14:30

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson var í afar áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi feril sinn og stiklaði á stóru í gengum líf sitt.

Við sögðum frá því fyrr í dag að Guðjón væri að berjast við parkinson en hann greindist með sjúkdóminn á síðasta ári.

Guðjón var afar farsæll sem þjálfari hér á landi sem erlendis, hann ræddi þjálfaraferilinn og hvernig leikmenn tóku þessum mikla keppnismanni.

„Leikmenn tóku mér vel, fólk heldur að þetta hafi allt verið gert með krepptum hnefa. En í yfir 90 prósent var þetta gert með því að setja hönd á öxlina, menn tóku spjallið um hvað væri hægt að gera betur,“ sagði Guðjón á Bylgjunni.

Í Bretlandi var Guðjóni lýst með þessum hætti. „Bretarnir sögðu firm but fair,“ segir Guðjón sem var þá bæði fastur fyrir en sanngjarn í sinni nálgun á verkefnið.

„Þeir kunnu að meta það, þeir voru skrýtnir þegar karlinn frá Íslandi kom. Þeir vissu ekki hvaða sveitamaður var mættur.“

Guðjón tók við þjálfun Stoke City árið 1999 en hann kom inn með nýjar hefðir og tækni hjá félaginu. „Ég mældi alla og til að sjá í hvernig standi menn voru. Við mældum alla okkar menn, sjúkraþjálfarar sáu um styrktaræfingar til að fyrirbyggja meiðslahættu.“

Svo var það sem Guðjón kom með sem leikmenn þurftu að passa sig á. „Ég keypti áfengismæli til að hafa í klefanum, það var hefð á þeim tíma að varaliðið spilaði á miðvikudögum. Þá fóru strákarnir út á pöbbana, þeir fengu að finna fyrir því það var vika tekinn af launum ef þeir féllu á prófinu,“ sagði Guðjón en leikmenn féllu ekki oft á því prófi.

„Það gerðist ekki oft, þeim þótti vænt um pundin sín og pössuðu sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson