fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Stórstjarnan upplifir helvíti: Kynlífsfíkill áreitir hann og hans fjölskyldu – Klámfengin bréf og endalaus símtöl

433
Laugardaginn 24. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, er áhyggjufullur þessa dagana og hefur ráðið inn auka öryggisgæslu fyrir heimili sitt.

Enskir miðlar fjalla um málið en þar er sagt frá því að kynlífsfíkill sé reglulega að reyna að ná athygli enska landsliðsmannsins.

Þessi aðili hefur njósnað um Trent í meira en ár og er bakvörðurinn orðinn skelkaður og óttast eigið öryggi.

Trent er búinn að bæta við myndavélum fyrir utan heimili sitt og hefur einnig breytt símanúmeri sínu.

,,Þetta hefur verið helvíti fyrir Trent í meira en ár,“ er haft eftir góðvini Trent sem ræddi við the Sun.

,,Þessi kona hefur áreitt hann og hans fjölskyldu með óviðeigandi skilaboðum. Hún fann símanúmerið hans og hefur ekki hætt að hringja eða senda klámfengin bréf stimpluð á hans heimili.“

,,Hann er mjög áhyggjufullur en hefur gert sitt allra besta til að láta það ekki hafa áhrif á frammistöðuna með Liverpool.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við