fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Varaformaður KSÍ tekur undir orð Margrétar um ábyrgð Guðna – „Stjórnarmenn og starfsmenn til margra ára hrökkluðust í burtu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:33

Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Elíasdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ til margra ára sagði upp störfum sínum hjá sambandinu árið 2021 þegar Guðni Bergsson og stjórn hans sögðu af sér.

Margrét virðist ekki spennt fyrir því að Guðni verði aftur formaður sambandsins og Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ tekur undir þetta. Guðni sagði af sér haustið 2021 þegar sambandið var sakað um að hylma yfir meint brot landsliðsmanna í knattspyrnu.

Guðni er í framboði til formanns á nýjan leik og berst við Þorvald Örlygsson og Vigni Má Þormóðsson um stólinn. Kosið verður á morgun.

Margrét skrifar á Facebook síðu sína og deilir þar færslu. „Í tilefni formannskosningar KSÍ n.k. laugardag er gott að rifja upp hvernig f.v. formaður KSÍ Guðni Bergsson sem nú er í framboði tók á málum sem gerðu það að verkum að bæði stjórnarmenn og starfsmenn til margra ára hrökluðust í burtu,“ skrifar Margrét.

Í skýrslu út­tekt­ar­nefnd­ar ÍSÍ sem var birt um þessi mál KSÍ kom fram að Margrét hefði verið búin að láta Guðna Bergsson vita af meintu kynferðisbroti gegn tengdadóttur sinni. Í Kastljósi árið 2021 hafði Guðni sagt að ekkert formlegt mál væri á borði KSÍ, í seinni tíð hefur hann talað um að hann hafi ekki viljað taka forræði af meintum þolanda í sínu máli.

Nokkuð af áhrifafólki í íslensku íþróttafólki setur „læk“ við færslu Margrétar og vekur þar athygli að Borghildur er ein þeirra en hún starfaði lengi með Margréti og Guðna í KSÍ. Borghildur er að hætta sem varaformaður sambandsins.

Ásthildur Helgadóttir fyrrum landsliðskona er líka ein þeirra sem og Þorvaldur Makan fyrrum knattspyrnumaður. Þar má einnig sjá stuðning frá Gunnari Gylfasyni, fyrrum starfsmanni KSÍ og fleirum tengdum íslensku íþróttalífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Í gær

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
433Sport
Í gær

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið