fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Endurhæfing Gylfa Þórs gengur vel – Æfir á Spáni og vonast til að vera klár í tæka tíð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 14:32

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er staddur á Spáni þessa dagana og gerir allt sem í hans valdi stendur til að vera klár í landsleikina í lok mars. Hann segir að allt hafi gengið vel undanfarna daga.

Gylfi Þór hefur glímt við meiðsli frá því undir lok síðasta árs. Hann segir í stuttu samtali við 433.is að endurhæfing hans gangi vel.

Hann æfir nú á Spáni með Friðriki Ellerti Jónssyni, einum færasta sjúkraþjálfara Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina unnið náið með Gylfa.

Friðrik hjálpaði Gylfa að koma sér í gang vorið 2018 þegar hann hafði meiðst nokkuð illa með Everton, Friðrik var þá með Gylfa í þeim undirbúningi að ná heilsu fyrir HM.

Gylfi segir í samtali við 433.is að endurhæfing hans hafi gengið vel og hann hafi náð að æfa að fullum krafti undanfarið, ef ekkert bakslag komi vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í umspili um laust sæti á Evrópumótinu.

Sá leikur fer fram eftir rúman mánuð en vinni Ísland leikinn mun liðið fari í úrslitaleik við Úkraínu eða Bosníu um laust sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Gylfi rifti samningi sínum við danska liðið Lyngby í upphafi árs og gaf þar með eftir launin sín hjá félaginu. Danska félagið hefur sagt að Gylfi snúi aftur þegar hann nær heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar um Íslandsmeistara Víkings – „Bestir í tossabekk“

Gunnar um Íslandsmeistara Víkings – „Bestir í tossabekk“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þórir í snúinni stöðu á Ítalíu – „Það var leiðinlegt þegar ég fékk þær fréttir“

Þórir í snúinni stöðu á Ítalíu – „Það var leiðinlegt þegar ég fékk þær fréttir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu