fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Íslendingur kemst í heimsfréttirnar – Fékk áhugaverða vinnu eftir að hafa spilað tölvuleik í tæpa 14 þúsund klukkutíma

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Þórisson, þjálfari KV í þriðju deild karla í knattspyrnu á Íslandi kemst í heimsfréttirnar en það er staðreyndin að hann hafi spilað sama tölvuleikinn í tæpa 14 þúsund klukkutíma er ástæða þess.

Orri er 27 ára gamall en hann hefur spilað Football Manager leikinn í 13,700 klukkustundir sem eru um 8 prósent af öllum þeim tíma sem Orri hefur verið vakandi á sinni lífsleið.

Orri var ráðinn þjálfari KV í vetur. „Mitt markmið er að koma liðinu upp og gera fjölskyldu mína stolta,“ segir Orri í samtali við SportBible sem er vinsæll fjölmiðill í Englandi.

Orri hefur ekki mikla reynslu af þjálfun en var þó áður með KRÍU í neðstu deild hér á landi. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr Football Manager sem er leikur sem gengur út á það að vera þjálfari liðsins..

„Ég vil hjálpa leikmönnum að fá meira sjálfstraust og gleði úr okkar fallega leik.“

Orri telur að tölvuleikurinn hafi gert hann að betri þjálfara. „Ég trúi því að leikurinn hafi haft jákvæð áhrif á líf mitt sem þjálfari í raunveruleikanum,“ segir Orri.

„Að taka ákvarðanir undir pressu og setja upp plan og leysa vandamálin.“

„Leikurinn hefur hjálpað mér og sérstaklega i gegnum erfið tímabil í mínu lífi. Ég finn frið þegar ég spila leikinn og hugurinn fer þá frá því sem getur verið erfitt í lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur