fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Kristján Óli vissi á þessari stundu að titillinn væri á leið í Kópavoginn

433
Þriðjudaginn 31. desember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Tímabilið í Bestu deild karla var að sjálfsögðu gert upp. Blikinn Kristján var að vonum sáttur með sína menn sem hömpuðu titlinum.

„Endirinn var frábær. Það var ótrúlegt hvernig þeir stigu upp eftir að hafa verið sparkað út úr Evrópu af miðlungsliði. Þá vöknuðu menn og Dóri fann liðið sitt. Hann fékk Davíð Ingvars heim og ótrúlegt en satt virtist það styrkja liðið að missa Jason út því hann er búinn að vera einn besti leikmaður Breiðabliks síðan hann mætti. Það bjuggust kannski margir við því að þeir væru að kasta inn handklæðinu með því að leyfa honum að fara í fjórðu deildarlið á Englandi. En hann fann formúluna og það var ótrúlega vel gert.“

video
play-sharp-fill

Breiðablik og Víkingur spiluðu hreinan úrslitaleik um titilinn í lokaumferðinni. „Maður var í stúkunni og hafði eiginlega aldrei áhyggjur, maður sá eftir fimm mínútur að þetta var okkar staður og okkar stund.“

Halldór Árnason tók við Blikum fyrir tímabilið og stóð sig frábærlega. Liðið pakkaði þá ríkjandi meisturum Víkings saman í úrslitaleiknum.

„Dóri neglir þennan úrslitaleik. Ég átti ekki von á að hann myndi þora að fara maður á mann í svona leik, all-in í pressu og alla leið,“ sagði Hörður.

Breiðablik, með nýjan þjálfara, var ekki endilega í umræðunni um mögulega Íslandsmeistara fyrir tímabil.

„Það hjálpaði Blikum líka hvað þeir sigldu undir radarinn í umræðu um titilbaráttu. Það töluðu allir um einvígi Víkings og Vals, Valur búinn að setja allt í liðið og Gylfi kominn heim,“ sagði Ríkharð.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Í gær

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
Hide picture