fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Eftirlýstur af lögreglunni fyrir kynþáttafordóma – Fannst látinn stuttu síðar

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 19:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikimedia Commons-Raymond Wambsgans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur stuðningsmaður Chester á Englandi var fundinn látinn í gær eftir leik liðsins við Warrington Town í ensku neðri deildunum.

Chester hefur staðfest það en um var að ræða aðila sem hafði verið í umræðunni vegna kynþáttafordóma um helgina.

Maðurinn var eftirlýstur eftir óboðlega hegðun og rasisma í þessari viðureign en stuttu síðar fannst hann látinn.

Daily Mail fjallar um málið en maðurinn átti að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni áður en hann var fundinn meðvitundarlaus.

Það er óljóst hvernig maðurinn lést að svo stöddu en talað er um að hann hafi mögulega tekið eigið líf.

Chester spilar í sjöttu efstu deild Englands en næsti leikur liðsins er gegn Leamington í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar