fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Alfreð gekk upp að honum fyrir alla leiki og sagði þetta – „Ég var oft að ofhugsa hlutina“

433
Miðvikudaginn 25. desember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum.

Sævar hefur verið á mála hjá Lyngby síðan 2021 og á tíma sínum hjá félaginu spilað með bæði Gylfa Þór Sigurðssyni og Alfreð Finnbogasyni. Hann lærði mikið af þessum tveimur að eigin sögn.

video
play-sharp-fill

„Alfreð skildi eftir sig mjög margt. Aðallega hvernig þú átt að haga þér utan vallar, borða og svoleiðis,“ sagði Sævar.

„Að sjá hvernig Gylfi æfði var bara rugl. Hann hljóp mest, var ekki hægt að tala við hann þegar hann tapaði í 5 á 5. Þá labbaði hann trylltur í burtu.“

Um tíma voru Sævar og Alfreð einu tveir Íslendingarnir hjá Lynbgy en þegar mest lét voru fjórir íslenskir leikmenn þar á mála.

„Alfreð hélt rosalega vel utan um mig þegar við vorum bara tveir þarna í sex mánuði, var alltaf að bjóða mér í mat og kenna mér eitthvað. Það sem ég tók mest frá honum er að fyrir næstum því hvern einasta leik labbaði hann upp að mér og sagði: „Sævar, hættu að ofhugsa svona mikið.“ Ég var oft mikið að ofhugsa hlutina,“ sagði Sævar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“
Hide picture