fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 19:54

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noni Madueke, leikmaður Chelsea, er nýjasti leikmaður Chelsea til að tjá sig um titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er þessa stundina að ógna toppsæti Liverpool sem situr á toppnum en Enzo Maresca, stjóri liðsins, segir að það sé ekki stefnt á það að vinna þann stóra í vetur.

Madueke virðist vera sammála þjálfara sínum en hann gaf ansi skondið svar fyrir leik sinna manna gegn Everton í dag.

,,Ég veit ekki einu sinni hvað það er. Ég held ekki,“ sagði Madueke við BBC um hvort Chelsea væri í titilbaráttunni.

,,Við erum bara í samkeppni við sjálfa okkur, að bæta okkur á hverjum einasta degi. Að tala um meistaratitilinn, í desember? Ég tek ekki þátt í því.“

,,Þetta kapphlaup er ekki einu sinni byrjað. Ef ég ætti kristalkúlu þá myndi ég segja ykkur svarið en svo er ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning