fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

433
Laugardaginn 21. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var aðeins rætt um landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í þættinum, en ekki er enn vitað hver tekur við af Age Hareide. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru mikið orðaðir við starfið og hefur Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ talað um að hann vilji ráða innlendan þjálfara. Guðmundur er hins vegar ekki sammála þeirri nálgun.

video
play-sharp-fill

„Ég hef þá skoðun að það eigi erlendur aðili að taka við landsliðinu. Ísland er of lítið að mínu mati. Tengingarnar eru of miklar. Það er sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur. Við erum of litlir til að blanda öllum fjölskyldutengslum inn í þetta. Ef við gætum fundið einhvern þjálfara úti, ég heldur þeir séu til, þá myndi ég kjósa það,“ sagði hann í þættinum.

„En ég held að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari. Ég held það sé svolítið síðan að það var gengið frá því. Hann er geggjaður þjálfari en hann er bara búinn að þjálfa í fimm ár. Mig dreymir um að sjá hann taka næsta skref og þjálfa í 10-15 ár erlendis, koma svo heim og taka við landsliðinu.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
Hide picture