fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

433
Laugardaginn 21. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var aðeins rætt um landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í þættinum, en ekki er enn vitað hver tekur við af Age Hareide. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru mikið orðaðir við starfið og hefur Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ talað um að hann vilji ráða innlendan þjálfara. Guðmundur er hins vegar ekki sammála þeirri nálgun.

video
play-sharp-fill

„Ég hef þá skoðun að það eigi erlendur aðili að taka við landsliðinu. Ísland er of lítið að mínu mati. Tengingarnar eru of miklar. Það er sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur. Við erum of litlir til að blanda öllum fjölskyldutengslum inn í þetta. Ef við gætum fundið einhvern þjálfara úti, ég heldur þeir séu til, þá myndi ég kjósa það,“ sagði hann í þættinum.

„En ég held að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari. Ég held það sé svolítið síðan að það var gengið frá því. Hann er geggjaður þjálfari en hann er bara búinn að þjálfa í fimm ár. Mig dreymir um að sjá hann taka næsta skref og þjálfa í 10-15 ár erlendis, koma svo heim og taka við landsliðinu.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Í gær

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
Hide picture