fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Verða þetta næstu David og Victoria Beckham? – „Það verður gaman að sjá hvert áhrif hennar taka hann“

433
Mánudaginn 2. desember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá um helgina hefur nýtt ofurpar fæðst á Englandi, þau Grace Rosa Jackson og Marcus Rashford. Vörumerkjasérfræðingur segir þau geta orðið næstu David og Victoria Beckham.

Jackson, sem er fyrrum Love Island stjarna og Rashford, sem er leikmaður Manchester United, hafa hisst í nokkra mánuði og eru sögð yfir sig ástfangin.

Jackson gerði sem fyrr segir garðinn frægan í Love Island en hún er einnig öflug viðskiptakona, samfélagsmiðlastjarna og fyrirsæta.

„Grace gæti orðið næsta Victoria Beckham. Hún þekkir bransann þegar mjög vel og mun hafa góð áhrif á Marcus. Hann gerði vel í að útvega skólamáltíðir fyrir börn á meðan Covid stóð yfir svo hann kann að nota áhrif sín til góðs. Það verður gaman að sjá hvað þau gera saman,“ segir vörumerkjasérfræðingurinn Carla Speight.

Rashford hefur látið til sín taka í fatabransanum og er á mála hjá fyrirtæki Jay-Z, Roc Nation, en Speight segir hann geta tekið stærri skref í þeim efnum.

Getty Images

„Hann getur fetað í fótspot David Beckham. Fyrir utan fatabransann hefur hann látið lítið fyrir sér fara svo það verður gaman að sjá hvert áhrif hennar taka hann.“

Jackson er með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram og í haust stofanði hún margmiðluarfyrirtækið Grace Rosa Limited. Hún hefur sjálf unnið með stórum fyrirtækjum, eins og bjórfyrirtæki Conor McGregor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn