fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Veðbankar ekki hliðhollir Víkingi fyrir leikinn mikilvæga í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur heimsækir LASK frá Austurríki í lokaleik liðanna í deildarkeppni Sambansdeildarinnar í kvöld. Íslenska liðið er í góðri stöðu upp á að fara áfram.

Víkingur hefur náð frábærum árangri í keppninni til þessa og er með 7 stig. Það eru meiri líkur en minni á að það dugi liðinu áfram í útsláttarkeppnina eftir áramót en stig í kvöld myndi gulltryggja það. Markatala gæti líka skipt máli.

LASK er aðeins með 2 stig í þriðja neðsta sæti Sambandsdeildarinnar og er þegar úr leik. Það er því spurning hvernig liðið mætir til leiks í þessum síðasta leik sínum fyrir jólafrí.

Veðbankar eru ekki með Víkingi í liði fyrir kvöldið en telja sigur eða jafntefli þó langt því frá ómöguleg úrslit. Stuðull á sigur Víkings á Lengjunni er til að mynda 3,94 og stuðull á jafntefli 3,46. Stuðull á sigur LASK er 1,65 þrátt fyrir dapurt gengi þeirra það sem af er.

Leikurinn fer sem fyrr segir fram í Austurríki og hefst hann klukkan 20 á íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu