fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni FH og erindi sem Hafnarfjarðarbær sendi félaginu þar sem krafist er útskýringa á ýmsu er snýr að bókhaldi félagsins í kringum byggingu á knatthúsinu Skessunni hafa verið í brennidepli undanfarinn sólarhring. Bærinn spyr meðal annars hvort félagið hafi skoðað það að fara í gjaldþrot.

Hafnarfjarðarbær fékk Deloitte til að skoða bókhald aðalstjórnar FH vegna kostnaðar við byggingu á Skessunni og misræmis í ársreikningum félagsins. Tengist það viðræðum um kaup bæjarins á knatthúsinu. 433.is birti erindi bæjarins fyrst miðla í gær.

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, fékk til að mynda 61 milljón króna fyrir að stýra byggingarframkvæmdum á Skessunni, sem ekki var gert ráð fyrir í samkomulagi við bæinn. Þá hefur félag í eigu bróður hans, Jóns Rúnars Halldórssonar, Best Hýs, fengið nærri 400 milljónir króna greiddar frá FH undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum þess félags námu tekjurnar þó aðeins 99 milljónum króna á árunum 2018-2022.

Meira
Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, tjáði sig við kvöldfréttir RÚV í gær án þess þó að fara mikið efnislega í málið.

„Ég skil alveg að það vakni spurningar. Við reynum að útskýra það eins vel og við getum og svo er það mat fólks að dæma um það. En í mínum bókum hafa þessir tveir menn unnið ótrúlegt starf fyrir þetta félag undanfarna áratugi. Það er ekkert sem mun breyta því,“ sagði hann.

„Þetta er auðvitað erfið umræða. Það er aldrei gaman að vera í skotlínunni. Umræðan eins og hún hefur birst í dag, okkur finnst kannski ansi harkalega að okkur vegið.“

Gjaldþrot möguleiki?

Það vekur athygli að síðasta spurning Hafnarfjarðarbæjar til FH í erindi sínu snýr að hugsanlegum gjaldþrotaskiptum. Hljóðar hún svona: Hefur aðalstjórn lagt mat á stöðu FH út frá 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991? Ef svo er þá er óskað eftir fundargerð frá fundi aðalstjórnar þar sem það var rætt.

Það er vert að skoða hvernig umrædd lagagrein hljóðar til að setja þessar vangaveltur bæjarsins í samhengi.

„Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánadrottna sína þegar kröfur þeirra falla á gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma,“ segir þar meðal annars.

„Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr. [Nú láta þeir sem bærir eru um að taka ákvörðun um að leita gjaldþrotaskipta á búi slíks skuldara sem ekki er einstaklingur það hjá líða og bera þeir þá skaðabótaábyrgð gagnvart lánardrottnum skuldarans að því leyti sem þeir fara af þessum sökum á mis við fullnustu krafna sinna, enda sýni þeir ekki fram á að sú vanræksla hafi ekki verið þeim saknæm.]“

Aðalstjórn FH sagði þó í yfirlýsingu í gær að félagið búist við því að ná samkomulagi við bæinn á næstunni um kaup á Skessunni. „Þar með mun sveitarfélagið eignast megnið af mannvirkjum FH í Kaplakrika rétt eins og það á nær öll önnur íþróttamannvirki í bænum, til dæmis íþróttamannvirki Hauka. Ástæða kaupanna er nauðsynleg endurfjármögnun Skessunnar, sem var vígð 2019, þar sem þungur rekstur FH undanfarin ár stendur ekki undir vaxtabyrði og öðrum fjármagnskostnaði við bygginguna. Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir með hléum síðan 2023, en FH býst við jákvæðri niðurstöðu á næstu dögum eða vikum.“

Meira
Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Í gær

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?
433Sport
Í gær

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“