fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

433
Laugardaginn 14. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Arnar Grétarsson hefur undanfarið verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Kolding í dönsku B-deildinni, en liðið lét Lasse Holmgaar fara á dögunum.

„Mér finnst Arnar vera meiri atvinnumannaþjálfari en einhver þjálfari sem er að þjálfa hér á Íslandi klukkan fjögur á daginn,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

video
play-sharp-fill

Sævar spilar sem fyrr segir í Danmörku og þekkir aðeins til Kolding.

„Ég hef horft á þetta lið og þeir eru þekktir sem eitt harðasta liðið í Danmörku. Þeir spila fimm manna vörn, brjóta mikið af sér. En Þetta væri örugglega mjög fínt fyrir Arnar.“

Kolding, sem er um miðja deild, virðist vera á leið í einhverjar áherslubreytingar en það kemur mörgum á óvart að stjórinn hafi verið látinn fara að sögn Sævars.

„Það er mikið talað um það í Danmörku að það sé skrýtið að láta þjálfarann fara. Þeir eru að standa sig vel.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir sig um set innan Þýskalands

Færir sig um set innan Þýskalands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Í gær

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik
433Sport
Í gær

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
Hide picture