fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

433
Laugardaginn 14. desember 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Sævar atli fór aðeins yfir sína stöðu í íslenska landsliðinu í þættinum, en hann hefur verið inn og út úr hópnum undir stjórn Age Hareide, sem nú er hættur.

„Fyrsta verkefnið mitt er janúarverkefni hjá Arnari (Viðarssyni) og Jóa Kalla. Þar er ég leikmaður Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni en er kallaður inn eftir á. Það voru leikmenn í Bestu deildinni valdir fram yfir mig. Það var mikið sjokk. En ég stóð mig vel þar,“ sagði Sævar um upphafið á landsliðsferlinum.

video
play-sharp-fill

„Ég kem inn í þetta undir stjórn Age og þá er ég að spila vel og fullur sjálfstrausts. Ég kom inn á gegn Slóvakíu og Portúgal og stend mig mjög vel. Síðan fæ ég álagsmeiðsli á nárann. Ég fékk mjög lítið sumarfrí og er bara ekki að spila nógu vel. En ég er valinn í hópinn í september (2023) og byrja á móti Lúxemborg. Þar spilaði ég ekki vel frekar en neinn annar. Eftir þetta hef ég ekki verið nálægt því að koma inn á. Finnst mér það ósanngjarnt? Já og nei. Ég var auðvitað ekki að spila nógu vel með Lyngby.“

Sævar segist geta skilið það að aðrir leikmenn séu valdir fram yfir hann en er staðráðinn í að vinna sér inn sæti í liðinu.

„Ég fór svo að spila betur og vann mig aftur inn í þetta en þetta er búið að vera skrýtið því ég hélt ég væri kominn þarna inn (í landsliðið). En ég horfi líka í kringum mig og sé leikmenn sem eru að spila á hærra stigi en ég og eru yngri og efnilegri. Ég get ekki verið að kvarta, þarf bara að stíga upp og berjast við þá.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári
Hide picture