Staðfest hefur verið að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030 fer fram í Marokkó, Spáni og Portúgal.
Fundur var að klárast hjá FIFA þar sem þetta var afgreitt. Þar var einnig staðfest að Paragvæ, Argentína og Úrúgvæ fá einnig öll að halda einn leik í mótinu.
Þar var einnig staðfest að mótið árið 2034 mun fara fram í Sádí Arabíu.
Sádarnir hafa lagt mikla fjármuni í það að fá mótið og nú er ljóst að eftir rúm níu ár fer þetta stærsta íþróttamót fram þar.
HM 2022 fór fram í Katar en mótið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.