Arsenal hefur áhuga á að ráða Dan Ashworth, sem eins og flestir vita hefur yfirgefið Manchester United. ESPN segir frá.
Ashworth starfaði aðeins í fimm mánuði hjá United, en félagið lagði mikið á sig til að fá hann sem yfirmann knattspyrnumála frá Newcastle.
Arsenal er einmitt í leit að manni í slíkt starf eftir að Edu fór óvænt á dögunum. Líklegt þykir að hann taki til starfa hjá Nottingham Forest.
Ashworth þekkir til Richard Garlick, sem er framkvæmdastjóri Arsenal, en þeir unnu saman hjá WBA á árum áður. Gæti það ýtt undir það að hann endi á Emirates.