fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Carragher svaraði stuðningsmanni Liverpool fullum hálsi – „Þig þyrstir of mikið í like“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. desember 2024 13:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher svaraði stuðningsmanni Liverpool fullum hálsi á samfélagsmiðlinum X í gær.

Carragher hafði þá hrósað Cole Palmer í hástert á Sky Sports eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Tottenham. Palmer hefur verið magnaður í búningi Chelsea.

„Hann var svo góður í fyrra og er að byrja þetta tímabil mjög vel. Ef þú tekur þessa 18 mánuði hans hjá Chelsea þá held ég að enginn í ensku úrvalsdeildinni hafi verið betri á þeim tíma, þessum 18 mánuðum,“ sagði Carragher.

Stuðningsmaðurinn tók aðeins hluta úr þessum ummælum Carragher og birti á X. Kom það út eins og Carragher hafi sagt að Palmer væri besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.

„Vertu alvarlegur. Þú reynir alltof mikið,“ skrifaði netverjinn.

Carragher lét hann ekki komast upp með þetta.

„Þú ættir kannski að reyna meira og setja fram allt sem ég sagði. Ég sagði að hann væri sá besti undanfarna 18 mánuði. En þú veist það sennilega en þig þyrstir bara of mikið í like. Vinsamlegast hættu að fylgja mér (á X).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola ætlar í slag við Slot um vinstri bakvörðinn

Guardiola ætlar í slag við Slot um vinstri bakvörðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt