fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Carragher svaraði stuðningsmanni Liverpool fullum hálsi – „Þig þyrstir of mikið í like“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. desember 2024 13:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher svaraði stuðningsmanni Liverpool fullum hálsi á samfélagsmiðlinum X í gær.

Carragher hafði þá hrósað Cole Palmer í hástert á Sky Sports eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Tottenham. Palmer hefur verið magnaður í búningi Chelsea.

„Hann var svo góður í fyrra og er að byrja þetta tímabil mjög vel. Ef þú tekur þessa 18 mánuði hans hjá Chelsea þá held ég að enginn í ensku úrvalsdeildinni hafi verið betri á þeim tíma, þessum 18 mánuðum,“ sagði Carragher.

Stuðningsmaðurinn tók aðeins hluta úr þessum ummælum Carragher og birti á X. Kom það út eins og Carragher hafi sagt að Palmer væri besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.

„Vertu alvarlegur. Þú reynir alltof mikið,“ skrifaði netverjinn.

Carragher lét hann ekki komast upp með þetta.

„Þú ættir kannski að reyna meira og setja fram allt sem ég sagði. Ég sagði að hann væri sá besti undanfarna 18 mánuði. En þú veist það sennilega en þig þyrstir bara of mikið í like. Vinsamlegast hættu að fylgja mér (á X).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift