Tottenham 3 – 4 Chelsea
1-0 Dominic Solanke(‘5)
2-0 Dejan Kulusevski(’11)
2-1 Jadon Sancho(’17)
2-2 Cole Palmer(’61, víti)
2-3 Enzo Fernandez(’74)
2-4 Cole Palmer(’84, víti)
3-4 Heung Min Son(’96)
Chelsea kom frábærlega til baka gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á leikvangi þess síðarnefnda.
Chelsea lenti í miklu basli í byrjun leiks og eftir 11 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir heimaliðinu.
Marc Cucurella, varnarmaður Chelsea, rann tvisvar á mjög slæmum stað sem varð til þess að Dominic Solanke og Dejan Kulusevski skoruðu fyrir Tottenham.
Stuttu seinna minnkaði Jadon Sancho muninn fyrir Chelsea með flottu skoti sem fór í stöng og inn.
Chelsea var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og pressaði alveg frá byrjun en á 61. mínútu fékk liðið vítaspyrnu.
Cole Palmer skoraði mjög örugglega úr þeirri spyrnu og ekki löngu síðar kom Enzo Fernandez gestunum yfir með flottu skoti eftir laglega takta Palmer.
Palmer var svo aftur á ferðinni á 84. mínútu er hann skoraði úr annarri vítaspyrnu og útlitið bjart fyrir gestina.
Heung Min-Son tókst að minnka muninn fyrir Tottenham á lokasekúndunum en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur, 4-3.