fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

England: Chelsea lagði Tottenham í stórskemmtilegum sjö marka leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. desember 2024 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 3 – 4 Chelsea
1-0 Dominic Solanke(‘5)
2-0 Dejan Kulusevski(’11)
2-1 Jadon Sancho(’17)
2-2 Cole Palmer(’61, víti)
2-3 Enzo Fernandez(’74)
2-4 Cole Palmer(’84, víti)
3-4 Heung Min Son(’96)

Chelsea kom frábærlega til baka gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á leikvangi þess síðarnefnda.

Chelsea lenti í miklu basli í byrjun leiks og eftir 11 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir heimaliðinu.

Marc Cucurella, varnarmaður Chelsea, rann tvisvar á mjög slæmum stað sem varð til þess að Dominic Solanke og Dejan Kulusevski skoruðu fyrir Tottenham.

Stuttu seinna minnkaði Jadon Sancho muninn fyrir Chelsea með flottu skoti sem fór í stöng og inn.

Chelsea var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og pressaði alveg frá byrjun en á 61. mínútu fékk liðið vítaspyrnu.

Cole Palmer skoraði mjög örugglega úr þeirri spyrnu og ekki löngu síðar kom Enzo Fernandez gestunum yfir með flottu skoti eftir laglega takta Palmer.

Palmer var svo aftur á ferðinni á 84. mínútu er hann skoraði úr annarri vítaspyrnu og útlitið bjart fyrir gestina.

Heung Min-Son tókst að minnka muninn fyrir Tottenham á lokasekúndunum en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur, 4-3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Í gær

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea