Arsenal mistókst að sækja þrjú stig í grannaslag í London í dag er liðið mætti Fulham í hörkuleik.
Fulham komst yfir eftir 11 mínútur en Raul Jimenez kláraði þá færi sitt virkilega vel eftir sendingu Kenny Tete.
Arsenal er besta hornspyrnulið heims að öllum líkindum og jafnaði eftir fast leikatriði á 52. mínútu.
Gestirnir virtust ætla að tryggja sér sigur á 89. mínútu er Bukayo Saka kom knettinum í netið en markið var dæmnt af vegna rangstöðu.
Bournemouth vann Ipswich 2-1 með mörkum undir lok leiks en sigurmarkið var skorað á 95. mínútu.
Leicester City tókst þá að bjarga jafntefli heima gegn Brighton eftir að hafa lent 2-0 undir.
Fulham 1 – 1 Arsenal
0-1 Raul Jimenez(’11)
1-1 William Saliba(’52)
Ipswich 1 – 2 Bournemouth
1-0 Conor Chaplin(’21)
1-1 Enes Unal(’88)
1-2 Dango Ouattara(’95)
Leicester 2 – 2 Brighton
0-1 Tariq Lamptey(’37)
0-2 Yankuba Minteh(’79)
1-2 Jamie Vardy(’86)
2-2 Bobby de Corcova-Reid(’91)