fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Logi viðurkennir að sagan endalausa í sumar hafi truflað sig – „Það voru 2-3 skipti sem ég hélt að ég væri að fara að pakka í töskur“

433
Laugardaginn 7. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi spilar með Stromsgodset í Noregi og hafnaði liðið í 7. sæti deildarinnar þar í landi á leiktíðinni sem var að ljúka.

„Þetta var upp og niður hjá okkur. Þetta er svo jöfn deild að það er oft bara liðið sem skorar fyrra markið sem vinnur leikina. Fyrir utan kannski topp 3 liðin geta allir tapað á móti öllum, og jafnvel þau líka.“

Logi var spurður út í muninn á að spila á Íslandi og Noregi, en hann yfirgaf Víking fyrir Stromsgodset á miðju tímabili í fyrra.

„Það er kannski enginn munur á æfingunum þannig séð af því ég var í Víking. En liðin í neðri hlutanum hér eru frekar langt frá tempóinu í Noregi.“

video
play-sharp-fill

Stromsgodset var töluvert frá efstu liðum í Noregi í ár en getur kýlt ofar að mati Loga.

„Félagið vill vera að minnsta kosti um miðja deild eða ofar. Mér finnst við vera lið sem er nálægt því að koma sér í topp 4-5.“

Logi var sjálfur sterklega orðaður við belgíska úrvalsdeildarliðið Kortrijk í sumar. Bæði Logi og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk, hafa verið opnir með það að vinstri bakvörðurinn hafi verið nálægt því að fara þangað.

„Það truflaði mig aðeins í sumar þegar áhuginn var en annars var þetta mjög gott tímabil fyrir mig heilt yfir og tölfræðin auðvitað mjög góð. Svona er bara fótboltinn. Maður lærir af þessu. Ég var alveg svekktur því það voru 2-3 skipti sem ég hélt ég væri að fara að pakka í töskur. Svo var bara stopp frá stjórninni hinum megin þegar það var búið að samþykkja allt.

Þetta bara meikaði engan sense og truflaði mig aðeins í leikjunum. En ég er nýkominn út og læri af þessu því þetta verður kannski svona út ferilinn, einhver áhugi og maður þarf að vera með hausinn á réttum stað.“

Logi fer ekki leynt með að hann er til í að taka næsta skref á atvinnumannaferlinum en er þó heldur rólegur.

„Ég er bara opinn fyrir öllu. Það kemur í ljós þegar nær dregur janúarglugganum hvort eða hvað gerist. Mér líður bara ágætlega þarna og er að spila alla leiki. Það er líka mikilvægt. En ég fel það ekki að mig langar að taka næsta skref og taka leik minn á næsta plan.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
Hide picture