fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. desember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er fallegur dagur í dag, að koma aftur heim í Mosfellsbæ,“ sagði Axel Óskar Andrésson eftir að hafa verið kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar.

Miðvörðurinn var kynntur sem leikmaður nýliðanna ásamt bróður sínum, Jökli Andréssyni, og þeim Oliver Sigurjónssyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Axel og bróðir hans eru uppaldir í Mosfellsbænum og hafa verið sterklega orðaðir við Aftureldingu undanfarið.

„Það var ekki langur aðdragandi í samningamálum og þegar kom að því að selja mér verkefnið. En þetta tók smá tíma, sennilega verst geymda leyndarmál síðustu mánaða á Íslandi.“

video
play-sharp-fill

Það hefur mikla þýðingu fyrir Axel að Jökull hafi skrifað undir einnig.

„Það er bara allt, að bræðurnir komi saman hérna heim. Ég eiginlega trúi ekki að þetta sé að gerast því ég hélt þetta myndi ekki gerast á næstu árum.“

Axel segir margt hafa breyst hjá Aftureldingu frá því hann yfirgaf félagið fyrir tíu árum síðan og hélt til Englands.

„Það er rosalegur metnaður í kringum allt hérna. Þetta er dálítið mikið öðruvísi en fyrir tíu árum. Maggi og hans fjölskylda hafa gert góða hluti. Þetta er að verða alvöru batterí.“

Axel var hjá KR í fyrra en fór í gegnum erfiða kafla í liði sem var mjög undir væntingum.

„Ég vil rosalega mikið sýna hvað ég hef fram að færa. Þetta var rosalega erfitt tímabil með KR en það var svo margt sem spilaði inn í. Ég mun kryfja það seinna.“

Það var áhugi á Axel annars staðar frá en valið að lokum var einfalt.

„Ég talaði við einhverja klúbba á Íslandi og svo var samningstilboð vestan hafs. En þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn
Hide picture