Viðtal sem fyrrum knattspyrnumaðurinn Rafael van der Vaart fór í á dögunum hefur vakið mikla athygli, en þar ræddi Hollendingurinn meðal annars Cristiano Ronaldo.
„Ég segi þetta alltaf sem brandara, Ronaldo er eini samherji minn sem ég sá aldrei typpið á. Hann var alltaf fyrstur á æfingu og síðastur heim,“ sagði Van der Vaart meðal annars, en þessi ummæli hafa farið um eins og eldur í sinu.
Van der Vaart sagði þó einnig að Ronaldo hafi verið sjálfselskur.
„Hann hugsaði um sjálfan sig, ef við unnum 6-0 þá var hann ekki sáttur ef hann skoraði ekki. Ef við töpuðum en hann skoraði tvö þá var hann sáttur.“
Þessi síðarnefndu ummæli birtust á Instagram reikningi nokkrum og Ronaldo skrifaði þar undir: „Hvaða náungi er þetta?“