fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Brotist inn til stjörnunnar og unnustan er með samsæriskenningar – „Vissi um áætlanir okkar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Valentin Barco og unnusta hans, Yaz Jaureguy, lentu í miður skemmtilegu atviki á dögunum þegar brotist var inn á heimili þeirra.

Parið býr í Sevilla á Spáni en þar spilar Barco á láni frá Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Innbrotið átti sér stað á meðan parið var úti að borða í borginni og má segja að óprúttnu aðilarnir hafi skilið allt eftir í rúst.

„Komum heim og þetta var staðan. Það er skrýtið að flytja til lands með stóra drauma en geta ekki búið í friði. Þú getur ekki treyst eigin skugga,“ skrifar Jaureguy á samfélagsmiðla.

Hún virðist svo varpa fram kenningu um að einhver sem þau þekki hafi átt í hlut.

„Við erum með myndavélar. Mennirnir voru hér í 50 mínútur og fóru 10 mínútum áður en við komum til baka. Það furðulega er að starfsmaður vissi um áætlanir okkar og hann fór 7 mínútum áður en innbrotsþjófarnir mættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó
433Sport
Í gær

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“