Mjög óhugnanlegt atvik átti sér stað á Ítalíu í kvöld er lið Fiorentina og Inter áttust við.
Leikurinn hefur verið stöðvaður eftir að leikmaður að nafni Edoardo Bove hneig niður og missti meðvitund.
Ástæðan er óljós að svo stöddu en Bove var fluttur burt með sjúkrabíl og er enn ekki búið að flauta til leiks á ný.
Bove var í byrjunarliði Fiorentina í leiknum en Albert Guðmundsson er á varamannabekknum.
Framhaldið er óljóst að svo stöddu.
Prayers for Edoardo Bove who was down in the Fiorentina and Inter Milan game today. This is very sad 🥹💔💔🤦♂️
pic.twitter.com/VJ9zSR6Zda— Tema Mayor 🇬🇭 🇬🇧 (@Pro_designer_) December 1, 2024