Það kom mörgum á óvart að sjá það að bæði Mikel Merino og Thomas Partey voru ekki í leikmannahóp Arsenal í gær.
Arsenal spilaði við West Ham í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með sannfærandi 5-2 sigri á útivelli.
Ítalinn Jorginho fékk óvænt að byrja leikinn en hann stóð fyrir sínu í sigrinum.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest að bæði Merino og Partey séu meiddir og hafi ekki verið til taks.
Arteta vildi ekki gefa upp hversu alvarleg meiðslin eru og er óvíst hvort þeir verði til taks gegn Manchester United í vikunni.
,,Því miður þá meiddust báðir leikmennirnir og leikurinn fór af stað á þeim tíma að þeir gátu ekki tekið þátt,“ sagði Arteta.