fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hrekkjusvín tóku yfir Instagram færslu stjörnunnar – ,,Getur ekki verið svona súr og leiðinlegur“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland á ekki bara aðdáendur hann á einnig sína ‘óvini’ en hann birti færslu á Instagram í gær.

Haaland tjáði sig þar eftir leik Manchester City og Sporting sem fór fram í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Sporting tók á móti City í þessum leik og kom öllum á óvart og vann 4-1 sigur þar sem Haaland klúðraði vítaspyrnu.

,,Það er aðeins ein leið til að horfa fram veginn eftir gærkvöldið – að leggja sig meira fram og koma sterkari til baka,“ sagði Haaland á Instagram.

Ákveðin hrekkjusvín hafa látið Haaland heyra það fyrir þessi ummæli og eru handvissir um að hann sjálfur hafi ekkert með aðganginn að gera.

Þessi hrekkjusvín eru á því máli að Haaland sjái um engan af sínum samskiptamiðlum og að skilaboð sem þessi geri ekkert nema villa fyrir fólki og hans aðdáendum.

,,Annað hvort ertu leiðinlegasti maður í heimi eða einhver er að stjórna þessum aðgangi fyrir þig,“ skrifaði einn við færslu Haaland.

Fleiri taka undir: ‘Þú getur ekki verið svona súr og leiðinlegur náungi. Almáttugur,‘ skrifar ananr og bætir sá þriðji við: ‘Máttu ekki tjá þig opinberlega? Þetta eru ekki tilfinningar, þetta er grín.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu