fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Bíður og vonar að Gylfi verði áfram í Val – „Það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 14:00

Viktor Unnar og Gylfi á æfingu í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Unnar Illugason, aðstoðarþjálfari Vals verður áfram í starfi á næstu leiktíð. Frá þessu sagði hann í hlaðvarpinu Chess after Dark.

Rætt var um Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals sem er að íhuga hvað skal gera, hann hefur hugsað um það að hætta en færist nær því að halda áfram. Hann er með samning við Val út næstu leiktíð.

„Maður hefur ekkert heyrt, maður bíður og vonar. Þetta er sturlaður leikmaður sem öll lið á Íslandi myndu vilja hafa sér. Hann er ekkert eðlilega mikill atvinnumaður,“ sagði Viktor Unnar í þættinum.

Viktor var spurður að því hvort það hefði verið erfitt fyrir Gylfa að aðlagast íslenskum bolta eftir að hafa verið atvinnumaður á hæsta stigi í næstum 20 árum.

„Ég er alls ekki að segja að menn í Val séu ekki að gera þetta vel, en fyrir hann sem er eins mikill atvinnumaður og þú verður. Mjög lengi á háu leveli, það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka hvernig þetta er hérna.“

„Hann var frábær í sumar þegar hann spilaði, hæstur í einkunn ef horft er í tölfræði. Maður sá nokkra leiki sem hann tók yfir, það kom ekkert á óvart hversu góður hann er.“

Viktor vonar að Gylfi haldi áfram. „Vonandi fyrir íslensku deildina heldur hann áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM