Lamine Yamal er sérstakur leikmaður ef þú spyrð liðsfélaga hans Nico Williams en þeir eru saman í spænska landsliðinu.
Báðir leikmenn spiluðu stórt hlutverk í sumar en Spánn fór alla leið á EM í Þýskalandi og sigraði mótið.
Yamal er aðeins 17 ára gamall en hann virðist láta lítið fara í taugarnar á sér og er í raun ekkert stressaður að sögn Williams.
Williams var steinhissa er hann sá Yamal sofandi í liðsrútunni fyrir leik gegn Frökkum sem var í undanúrslitum mótsins.
,,Við vorum á leiðinni í undanúrslitaleik EM og ég var skíthræddur en hann var þarna.. Sofandi!“ sagði Williams.
,,Þessi krakki, hvernig getur hann verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“