fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Segir þetta ýta undir fréttir um að Arnar taki við stóra starfinu í Laugardal – „Væri fínt fyrir hann að segja bless í bili“

433
Föstudaginn 29. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Jakob Birgisson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var farið um víðan völl í þættinum og stærsta frétt síðustu daga, uppsögn Age Hareide sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var að sjálfsögðu tekin fyrir. Mikið hafði verið rætt og ritað um að Hareide væri á útleið og að KSÍ gæti hugsanlega látið hann fara. Svo fór að sambandið tilkynnti í vikunni að Norðmaðurinn væri hættur.

Nú er KSÍ komið í þjálfaraleit en nafn Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, hefur heyrst mest í umræðunni um arftaka Hareide. Þá er Freyr Alexandersson, sem hefur náð frábærum árangri með Lyngby í Danmörku og nú Kortrijk í Belgíu, reglulega nefndur til sögunnar.

video
play-sharp-fill

„Þegar maður heyrði fyrst að Hareide væri hættur heyrði maður að Arnar væri líklegastur. Svo allt í einu var Freysi kominn í samtalið og þótti jafnvel líklegri. Nú heyrir maður aftur bara um Arnar,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

„Hann hlýtur að vera frekar spenntur fyrir þessu. Sérstaklega þar sem hann fékk ekki að fara til Norrköping í fyrra. Það væri fínt fyrir hann að segja bless í bili við Víking, hann er búinn að gera ótrúlega hluti,“ sagði Jakob, en Arnar hefur tvisvar unnið Íslandsmeistaratitilinn, fjórum sinnum bikarmeistaratitilinn og er nú nálægt því að komast í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar með Víking.

„Ef hann fer í þetta umspil er hann eiginlega bara búinn að klára Ísland,“ sagði Hrafnkell að endingu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári
Hide picture