fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur lítinn áhuga á því sem landsliðsfyrirliði Englands, Harry Kane, hafði að segja á dögunum.

Kane gagnrýndi leikmenn enska landsliðsins sem ákváðu að draga sig úr hópnum fyrir leiki gegn Grikkjum og Írlandi í Þjóðadeildinni.

Einn af þeim var Cole Palmer, stjarna Chelsea, sem spilaði í 2-1 sigri sinna manna gegn Leicester í gær.

Maresca segir að hann sé lítið að spá í því sem Kane hefur að segja en Palmer var tæpur vegna meiðsla er hann var valinn í landsliðshópinn fyrr í mánuðinum.

,,Það sem ég hef að segja er að leikurinn kláraðist fyrir tíu mínútum og við unnum 2-1 sigur,“ sagði Maresca í gær.

,,Ég hef ekkert að segja um þetta. Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hafði að segja.“

Maresca var svo spurður út í hvort hann hafi sett pressu á Palmer að draga sig úr hópnum og þvertók fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl