fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa brugðist við þeim tíðindum að Alfreð Finnbogason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna frægu. Magnaður ferill Alfreðs er á enda.

Alfreð er 35 ára gamall en ferill hans var mjög farsæll, hann rifti samningi við KAS Eupen í Belgíu á dögunum og hefur ákveðið að hætta.

Alfreð var atvinnumaður í þrettán ár en hann fór til Lokeren árið 2011 eftir að hafa orðið Íslands og bikarmeistari með Breiðablik.

Hann lék með Lokeren, Helsingborg, Heerenveen, Real Soceidad, Olympiakos, Augsburg, Lyngby og KAS Eupen erlendis.

Lengst af var Alfreð hjá Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð lék 73 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim átján mörk.

Alfreð var fyrr í haust ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðablik og hefur verið að vinna það starf undanfarið.

Kristbjörg Jónasdóttir:
Geggjaður 🙌 Til hamingju með frabæran feril 🤍🤍

Jón Júlíus Karlsson:
Besti knattspyrnumaður Grindavíkur frá upphafi. Til hamingju með magnaðan feril💛💙

Kristján Óli Sigurðsson:
Takk fyrir mig. Markið í Moskvu 2018 mun ALDREI gleymast.

Magnús Már Einarsson:
Til hamingju með magnaðan feril!

Viktor Karl Einarsson:
Fyrirmynd💚 Til hamingju með magnaðan feril!!

Aron Einar Gunnarsson:
Geggjaður vinur, og þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum! Alvöru fótbolta heili sem gaman hefur verið að fá að spila með ❤️ ég þakka bara fyrir mig

Þýska úrvalsdeildin:
Thank you for all the memories, Alfred! You were a pleasure to watch and we wish you nothing but the best for your future!

Orri Steinn Óskarsson:
takk fyrir mig vinur, fyrirmynd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool