fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Taka líklega ákvörðun um uppsagnarákvæði Hareide eftir viku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ kemur til fundar á miðvikudag í næstu viku þar sem líklegt er að tekin verði ákvörðun um framtíð Age Hareide.

Fátt annað er rætt í íslenskum fótbolta en staða þjálfarans en sambandið hefur uppsagnarákvæði í samningi hans í lok nóvember.

Stjórnin fundaði síðast í lok október og var ekkert rætt um mál þjálfarans þá.

Búast má við að stjórnin fari gaumgæfilega yfir málin á miðvikudag í næstu viku og ákvörðun þar tekin.

Hareide hefur stýrt íslenska liðinu í eitt og hálft ár en skrifaði undir nýjan samning snemma á þessu ári. Sá samningur gildir út næsta ár en er með uppsagnarákvæði núna.

Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í gær sem gæti hafa verið síðasti leikur liðsins undir stjórn Hareide en ákvörðun um þetta ætti eins og fyrr segir að liggja í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun