Stórstjarnan sjálf Gary Neville hefur þvertekið fyrir lygasögu sem enska blaðið Sun birti í gær.
Þar greindi Sun frá rifrildum Neville við sóknarmanninn Jordan Hulme sem er fyrrum leikmaður Salford City.
Neville er einn af eigendum Salford sem er í neðri deildum Englands en Sun vill meina að þeir hafi alls ekki náð saman hjá félaginu.
Sun segir að Neville hafi reynt að losa Hulme frá félaginu án greiðslu en hann var á mála hjá félaginu í tvö ár eftir komu frá Ramsbottom.
,,Þetta gerðist aldrei en þetta hljómar allt frábærlega,“ skrifaði Neville á Twitter og birti þar grein Sun.
Hulme tekur sjálfur undir: ,,Þetta skítablað náði engu rétt. Ég ræddi við Bern og Jonno og spilaði yfir 100 leiki og ég er ekki miðjumaður.“
Þetta samtal á milli Neville og Hulme virðist því aldrei hafa átt sér stað en þegar þetta er skrifað hefur Sun enn ekki tekið greinina niður.
👇 https://t.co/I7Lp6IF53L pic.twitter.com/FMgKzVZDfI
— Gary Neville (@GNev2) November 18, 2024