Lee Carsley hefur sett pressu á Thomas Tuchel sem tekur við enska landsliðinu þann 1. janúar næstkomandi.
Carsley er í dag þjálfari Englands en hann kom vel út úr þessu landsleikjahléi með 3-0 sigri á Grikkjum og 5-0 sigri á Írlandi.
Carsley er þó aðeins tímabundið við stjórnvölin og hefur stýrt sínum síðasta leik áður en Tuchel tekur við.
Að sögn Carsley þá er England með lið sem getur farið alla leið á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram 2026.
,,Ég held að við séum í góðri stöðu til að vinna HM. Við erum með gæðin til að ná því afreki,“ sagði Carsley.
,,Við erum með öll tólin til að vinna keppnina en við þurfum að passa að nota leikmennina í réttri röð.“