fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ísland fór illa með færin og fékk skell í Wales

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wales 4 – 1 Ísland
0-1 Andri Lucas Guðjohnsen(‘8)
1-1 Liam Cullen(‘8)
2-1 Liam Culen(’45)
3-1 Brennan Johnson(’65)
4-1 Harry Wilson(’79)

Íslenska karlalandsliðið hafnar í þriðja sæti í sínum riðli í B deild Þjóðadeildarinnar eftir leik við Wales í kvöld.

Ísland byrjaði mjög vel og komst yfir eftir átta mínútur er Andri Lucas Guðjohnsen kom boltanum í netið.

Staðan var 1-0 þar til á 32. mínútu er Liam Cullen skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Wales og jafnaði metin.

Cullen var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn 2-1 þegar flautað var til leikhlés.

Ísland fékk svo sannarlega tækifæri til að laga stöðuna eða jafna metin en Wales gerði einnig næsta mark en þar var á ferðinni Brennan Johnson.

Þegar um 11 mínútur voru eftir kom fjórða mark heimaliðsins en Harry Wilson gerði það til að gulltryggja sigurinn.

Wales fagnar sigri í þessum riðli en Tyrkland tapaði óvænt gegn Svartfjallalandi á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl