fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Segir að Ronaldo hafi unnið bardagann við Ten Hag – ,,Hann hafði rétt fyrir sér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 14:00

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo vann rifrildið að lokum við Erik ten Hag samkvæmt fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, Louis Saha.

Ronaldo var í raun bolað burt af Ten Hag eftir að hafa snúið aftur til félagsins og skrifaði undir í Sádi Arabíu.

Ronaldo var að semja við United í annað skiptið á ferlinum og átti gott fyrsta tímabil undir Ole Gunnar Solskjær sem var svo rekinn og tók Ten Hag við.

Ten Hag var nýlega rekinn frá United og má segja að gengi liðsins hafi ekki batnað undir hans stjórn á síðustu árum.

,,Cristiano Ronaldo yrði elskaður í Manchester United í dag, hann er elskaður og virtur en líka ansi misskilinn,“ sagði Saha.

,,Hann kom aftur til félagsins þar sem breytingaskeiðið var of mikið og þjálfarinn var vildi sanna það að hann væri með rödd með því að skilja hann eftir.“

,,Stjórinn vildi sanna það að hann væri stór og sterkur karakter og ég held að þeirra rifrildi hafi byrjað þar.“

,,Ef þú horfir á tölfræðina þá er ekki hægt að deila um það að hann hafi skilað sínu á fyrsta tímabilinu. Tveimur árum seinna þá sjáum við að hann hafi haft rétt fyrir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman