fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
433Sport

Rúnar Páll ráðinn þjálfari Gróttu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifaði Rúnar Páll Sigmundsson undir þriggja ára samning um að þjálfa meistaraflokk karla hjá Gróttu. Rúnar Páll er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur en hann þjálfaði lið Stjörnunnar í rúmlega sjö ár og Fylki í þrjú. Stjarnan varð Íslandsmeistari undir stjórn Rúnars sumarið 2014, bikarmeistari 2018 og lék fjölda Evrópuleikja.

Rúnar Páll er fimmtugur, fæddur og uppalinn Garðbæingur. Hann er íþróttafræðingur að mennt og lauk UEFA Pro þjálfaragráðu hjá sænska knattspyrnusambandinu árið 2018. Sem leikmaður spilaði Rúnar með Stjörnunni, Fram og HK og Sogndal í Noregi. Þar í landi starfaði Rúnar einmitt á árunum 2010 til 2012 þar sem hann stýrði liði Levanger í 2. deild og tók þátt í hraðri uppbyggingu félagsins.

Þorsteinn Ingason, formaður stjórnar, skrifaði undir samninginn við Rúnar í gærkvöldi ásamt Magnúsi Helgasyni yfirmanni knattspyrnumála. Þorsteinn fagnar komu Rúnars í Gróttu:

„Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu – við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Rúnar er klár í slaginn:

„Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vuk í Fram

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur Chelsea sammála Maresca

Eigendur Chelsea sammála Maresca
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“
433Sport
Í gær

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“
433Sport
Í gær

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“
433Sport
Í gær

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari