fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 18:30

Mynd/Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum stórstjarnan Djibril Cisse hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í heimalandinu, Frakklandi.

Um er að ræða fyrrum leikmann franska landsliðsins og spilaði hann um tíma með liðum eins og Liverpool og Lazio í Evrópu. Cisse vann Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.

Cisse er 43 ára gamall í dag en hann hefur verið fundinn sekur fyrir það að skulda skattinum í heimalandinu margar milljónir.

Ekki nóg með það heldur þarf Cisse að borga þrjár milljónir í sekt vegna málsins og ef hann brýtur af sér á nýjan leik þarf hann að sitja inni í einhverja mánuði.

Cisse þarf ofan á það að borga upphæðina að fullu en hann var upphaflega kærður fyrir skattsvik en var sýknaður í því máli.

Cisse viðurkennir að hann skuldi dágóða upphæð til ríkisins en að það hafi ekki verið hans áætlun að svíkja einn eða neinn.

,,Eins og ég hef alltaf sagt þá hef ég aldrei stundað skattsvik. Dómurinn sannar það,“ sagði Cisse.

Lögfræðingur Cisse, Malcolm Mouldaia hafði einnig þetta að segja:

,,Hann var upprunarlega ákærður fyrir skattsvik en var sýknaður í því máli. Ég er hæstánægður með niðurstöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Í gær

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð