fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Staða dómarans versnar hratt – Nú var myndband af honum að taka kókaín á miðju móti að leka út

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræði dómaranas David Coote halda áfram en nú hefur verið birt myndband af honum að taka kókaín á Evrópumótinu í fótbolta í sumar.

Coote var að dæma á mótinu og hafa ensk blöð nú birt myndband af Coote að taka kókaín.

Dómarasamtökin segjast vita af myndbandinu og bætist það við rannsókn þeirra á máli Coote þar sem hann hraunaði yfir Liverpool og Jurgen Klopp.


„Jurgen Klopp er tussa,“ sagði Coote. Hann ræðir svo meira um Klopp og Liverpool en myndbandið virðist hafa verið tekið fyrir einhverju síðan.

„Hann las yfir mér þegar ég dæmdi leik hjá þeim gegn Burnley. Hann sakaði mig um að ljúga og lét mig heyra það. Ég hef engan áhuga á að tala við svona hrokagikk,“ segir Coote.

Coote var dómari í leik Liverpool og Aston Villa um helgina en þetta myndband gæti haft mikil áhrif.

Undir lokin á myndbandinu biður Coote um að myndbandið fari ekki neitt en nú er það farið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga